7.2.2008 | 12:31
Hugleiðing um skuldir og kvóta og fleira
Það var frétt í Morgunblaðinu fyrir tveimur dögum um skuldir meðalbóndans (kúabóndans minnir mig) og voru þær sagðar um 40 milljónir. Ég spurði sérfróðann mann hvort þetta væri tilkomið vegna uppbyggingar eða kaupa á framleiðslurétti.
Bæði var svarið. Ef þú byggir fjós í dag þá kostar það þig meira að kaupa framleiðsluréttinn fyrir hvert pláss (bás eða lausagöngupláss á hvern grip) heldur en byggja plássið. Þetta gengur ekki að mínu viti. Greinin er að blæða út þessum peningum og geldur fyrir það með ákaflega skertum hagræðingarmöguleikum og þar með hærra verðlagi.
Framleiðsluréttur í mjólk í dag er um 36 milljarða virði miðað við gangverð og ársvextir af því eru 3-4 milljarðar sem slagar hátt upp í beingreiðslur á ársgrundvelli (um 4 milljarðar).
Gott tel ég vera að skoða verulega vel fiskveiðistjórnunarlög en kvótasetning í landbúnaði er af sama meiði og þarfnast gagngerrar skoðunar við líkt og Haraldur formaður Bændasamtakanna sagði í Morgunblaðinu í gær. Þar lýsti hann þeirri skoðun sinni að færa sig frá kvótasegningunni og ég held að það sé eina leiðin til að greinin geti þróast eðlilega.
Það var byrjað að ræða að fara þessa leið fyrir einum fimm árum held ég en grundvöllur þeirrrar umræðu var ekki fyrir hendi þá. Ætli menn sjái ekki hlutina öðruvísi í dag?
Fleira hangir svo sem á spítunni.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.