Samantekt prófkjöra gærdagsins

Repúblikanar fyrst. McCain náði ekki því takmarki sínu að hrista hina frambjóðendurna af sér og í raun stóðu þeir sig allir þrír (Romney, Huckabee, Paul) betur en við var búist. Reyndar hafði maður á tilfinningunni að Huckabee gæti náð því sem hann gerði. McCain vinnur þó nokkur stór ríki og er vel á undan í kjörmannatölu og líklega fer þetta að verða öruggt hjá honum

Þá að Demókrötum. Clinton má vel við una og bara vera nokkuð ánægð. Miðað við kannanir þá kemur hún vel út og vinnur stóru ríkin vel. Það skilar sér í fjölda kjörmanna. Einnig er athyglisvert að hún hafði oft yfirhöndina meðal þeirra kjósenda sem ákváðu sig síðustu þrjá dagana fyrir kjördag. Það var mikilvægt. Obama nær þó þeim árangri að vinna ein 13-14 ríki og fá þónokkuð af kjörmönnum, alveg nóg til að það sé spenna áfram þó að úr þessu verði Clinton að teljast þónokkuð sigurstranglegri. Það er samt aldrei að vita núna í framhaldinu þegar Obama hefur tíma til að koma sér á framfæri í hverju ríki fyrir sig, það virðist henta honum.

Mestu vonbrigði Obama og þá um leið ánægjulegasti sigurinn hjá Clinton hlýtur að teljast vera í Kaliforníu. Bæði vegna skoðanakannana sem bentu síðustu dagana til mikillar fylgisaukningar Obama og síðan ekki síður vegna mikils stuðnings sem hann hafði á meðal "stjarnanna" í ríkinu. Aftur á móti held ég að sigur Clinton í Massachusets skipti litlu máli varðandi áframhaldið eins og eitthvað hefur verið gert með í morgun, sá sigur var alltaf öruggur að mínu mati.

Í kjörmönnum talið (samkvæmt RCP) hefur Obama smá forskot ef undan eru teknir sjálfkjörnir kjörmenn sem hafa gefið upp stuðning sinn. Obama er með 694 kjörna kjörmenn og Clinton 686 slíka. Það er því í raun ekki hnífurinn á milli þeirra.

Og svo er bara að sjá framhaldið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þetta er mjög jafnt og erfitt að spá til um framhaldið, en þetta er að verða mjög spennandi.

Ásdís Sigurðardóttir, 6.2.2008 kl. 16:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband