Fyrstu tölur í seinni hálfleik

Nú er hægt að segja að maður sé kominn í seinni hálfleikinn en hátt í tíu ríki lokuðu kjörstöðum núna klukkan tvö og birtu fyrstu tölur sínar í framhaldi af því.

Strax við lokun kjörstaða var Clinton lýst sigurvegari í Tennessee og New York. Obama er aftur á móti með yfirhöndina í Minnesota og Norður-Dakóta sem og Idaho (sem gefur fáa kjörmenn reyndar).

McCain leiðir eins og er í New York með nokkrum mun og eins í Tennessee og Huckabee er ágætlega staddur í nokkrum ríkjum. En það er lítið komið fram í þessum ríkjum eins og er en skýrist væntanlega mikið næstu klukkustundina.

Uppfært: McCain hefur verið lýstur sigurvegari í New York og fær þar með 101 kjörmann á flokksþingið í haust.

Uppfært: Obama hefur unnið Delaware 53% gegn Clinton 42%. Þá hefur McCain unnið hjá Repúblikönum í Delaware 45%, Romney 33%, Huckabee 15% og Paul 4%.

18 kjörmenn voru í boði í Delaware.

Uppfært: Nú hefur Clinton verið lýstur sigurvegari í New Jersey og Masachusets, tveimur stórum ríkjum með fjölda kjörmanna. Mikilvægt fyrir hana og sýnist mér hlutirnir sveiflast til hennar frekar en hitt. Þá hefur Obama verið lýstur sigurvegari í Norður-Dakóta, Kansas, Konnecticut og Minnesota.

Um leið og Utah lokaði kjörstöðum sínum var Romney lýstur sigurvegari þar hjá Repúblikönum sem kemur auðvitað ekkert á óvart í því mormónaríki. Þá var Huckabee nú rétt í þessu lýstur sigurvegari í Alabama. McCain hefur síðan unnið Oklahoma og Arizona.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband