6.2.2008 | 01:37
Clinton vinnur í Arkansas
Það var held ég öllum ljóst að Clinton myndi vinna í Arkansas og útgönguspár staðfesta það. Svo virðist sem sigurinn verði stór eða 67%-31% Clinton í vil yfir Obama.
Þetta kemur ekkert á óvart frekar en að Obama vinni Illinois og svipaðar tölur koma líklega til með að sjást Clinton í vil í New York þar sem hún situr nú sem öldungadeildarþingmaður líkt og Obama í Illinois.
Uppfært : Huckabee hefur verið lýstur sigurvegari hjá Repúblikönum. Hann virðist ætla að standa fyrir sínu í dag.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:57 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.