6.2.2008 | 00:06
Obama sigrar í Georgiu?
Um leið og kjörstaðir loka í Georgíu, sem er fyrsta ríkið sem gerir það í dag, þá hefur Obama verið lýstur sigurvegari af einhverjum fréttaveitum. Og ef maður skoðar og treystir eitthvað á útgönguspárnar þá er það stór sigur. Sýnist að það sé Obama 65% og Clinton 31% eða eitthvað í líkingu við það.
Búist var við sigri Obama í þessu ríki en ég hef ekki séð að það benti neitt til svona stórs sigurs.
Uppfæri tölur seinna í kvöld.
PS Georgía hefur 87 kjörmenn og 16 sjálfkjörna að auki
Samkvæmt útgönguspá hjá Repúblikönum virðist vera ákaflega mjótt á munum en svo virðist sem Huckabee sé skrefi á undan með 32-33%, Romney með 31% og McCain 29-30%. Semsagt of mjótt á milli til að geta sagt hvernig það fer á endanum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:23 | Facebook
Athugasemdir
Innlitskvitt frá Selfossi.
Ásdís Sigurðardóttir, 6.2.2008 kl. 00:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.