5.2.2008 | 22:21
Væntingar talaðar niður
Svona meðan maður bíður eftir að fyrstu tölur líti dagsins ljós vestan hafs og maður geti skoðað útgönguspárnar þá hefur maður aðeins kíkt á hvað gerst hefur í dag í baráttunni.
Það eru komin ein úrslit, sigur fyrir Huckabee í Vestur-Virginíu. Talinn vera óvæntur sigur því reiknað var með sigri Romney þar og í kjölfarið fóru af stað ásakanir úr herbúðum hans um að McCain hefði séð til þess að hans fólk kysi Huckabee í seinni umferðinni (sjá fyrri færslu). Þetta er talið geta haft neikvæð áhrif á Romney í þeim ríkjum sem eftir eru, einnig vegna þess að hann ætlaði sér líklegast að nota sigur þarna sem stökkpall í lokabaráttuna í öðrum ríkjum dagsins.
Af þeim Clinton og Obama er það helst að segja að þau hafa helst talað niður væntingar sínar í dag, verið afar hógvær (eða þeirra starfsmenn) og talið sig ánægð með minni hluta kjörmanna og ríkjasigra en margir hafa talað um að sé ásættanlegt fyrir þau hingað til.
Það sem vekur mesta eftirtekt er að Clinton er búin að bóka sig í þrjár kappræður í febrúar (10.-27. og 28.) en það hefur hingað til verið talið merki þess sem hefur á brattann að sækja að tryggja sér kappræður fyrir ofur þriðjudaginn.
Held samt að ég breyti spá minni fyrir kvöldið og segi að Clinton brosti örlítið meira en Obama eftir daginn. Henni vöknaði nú líka aðeins um augu í gær, eitthvað sem hefur ekki gerst síðan í New-Hampsire, og það virkaði þar.
Og það var og.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.