Fyrsta ríki dagsins með úrslit

Vestur Virginía er fyrsta ríki ofur þriðjudagsins til að birta úrslit sín. Hjá þeim er kerfið einfalt (eða kannski ekki), einna líkast því sem við myndum þekkja hér á landi. Lokaður fundur þar sem kosið er á milli manna í tveimur umferðum, fyrst á milli allra en síðan milli tveggja efstu þar sem sá sem sigrar fær alla kjörmennina.

Huckabee sigraði Romney í síðari umferð með 52% gegn 47% og fékk þar með alla 18 kjörmenn Vestur Virginíu sem í boði voru í dag en 9 til viðbótar er síðan úthlutað í prófkjöri 13. maí að því að mér skilst.

Ætli spá mín síðan fyrr í dag sé að rætast?

Það má bæta því við að Demókrata halda prófkjör sitt í Vestur Virginíu 13. maí.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Nú er eins gott að fylgjast vel með hjá þér í kvöld.

Ásdís Sigurðardóttir, 5.2.2008 kl. 20:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband