Tæknin notuð til hins ítrasta

Síðustu kippir kosningabaráttu Clintons og Obama fóru fram með aðstoð tækninnar í formi tölvupósta. Fyrir utan auðvitað þvæling og fundahöld þeirra sjálfra.

Hin ýmsu félagasamtök, sem eru hliðholl öðru hvoru þeirra hafa seinustu daga, en aðallega í gær, sent frá sér tölvupósta til að koma höggi á hinn aðilann en um leið að auka fylgi síns manns. Það stærsta í þessu virðist mér vera frá baráttusamtökum kvenna varðandi fóstureyðingar þar sem sótt er að Obama vegna afstöðu hans áður í þeim málum og því var svarað um hæl úr herbúðum hans.

Athyglisvert, netið spilar alltaf stærri og stærri þátt.

Annars spái ég McCain góðum sigri í kvöld, mun stærri en menn búast við þó svo að Romney hafi sótt að honum í Kaliforníu. Og þá held ég að Huckabee fái meira fylgi en gert er ráð fyrir.

Hjá Demókrötum held ég að Obama komi aðeins betur út en Clinton án þess þó að vera talinn stór sigurvegari dagsins.

Sjáum til.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég er búin að ákveða með hvoru þeirra ég stend   Hillary Clinton  may the best men win.

Ásdís Sigurðardóttir, 5.2.2008 kl. 19:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband