Strýta og Kjarnafæði

Af hverju er rækjuverksmiðjunni Strýtu á Akureyri lokað? Samkvæmt fréttatilkynningu frá Samherja er það vegna bágs ástands í greininni á Íslandi og þar af leiðandi hallarekstrar verksmiðjunnar. Heppilegt að það var til eignarhaldsfélag sem kom þá og keypti lóð og hús á milljarð.

Ætli það geti verið að þetta hafi verið á hinn veginn? Eignarhaldsfélagið kom og bauð í eignir og þá var slegið til og selt. Mínar heimildir segja svo. Erfiðleikar voru í rekstrinum sem byrjuðu fyrir rúmlega tveimur árum en þá var ráðist í hagræðingu. Á mannamáli þýðir það að farið var niður í eina vakt og verksmiðjan undirmönnuð. Það var farið að skila hagnaði og þá kemur þessi sala til sem virkar frekar kaldranalega til þeirra sem unnið hafa að því að rétta reksturinn af innan verksmiðjunnar. Það fara einhver störf við þetta, spurning hvað kemur í staðinn.

Er verið að bera fyrir sig erfiðleikunum til að innleysa mikið fjármagn á auðveldari hátt en að standa í verksmiðjuharki? Gæti verið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Innlitskvitt, veit ekkert um þetta mál því miður en alltaf vont að leggja af störf.

Ásdís Sigurðardóttir, 4.2.2008 kl. 19:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband