4.2.2008 | 00:03
Stjórnmálaflokkar klofna
Eitt af því sem Björn Bjarnason ræddi um í Silfri Egils í dag var Evrópusambandið og aðild Íslands að því. Hann er mótfallinnn því eins og flestir vita sjálfsagt og má það alveg mín vegna. Það eru rök með og á móti aðild en eftirfarandi rök finnast mér vera veik. Björn sagði:
Og ef það á að setja það á oddinn þá mundu stjórnmálaflokkarnir klofna, hver á eftir öðrum og þurfum við á því að halda hér á þessu landi miðað við hvað við höfum góða stöðu gagnvart Evrópusambandinu, hvaða tal er þetta?
Mín sýn á þetta er að það á að skoða þessi mál með hagsmuni Íslands og Íslendinga að leiðarljósi en ekki út frá því hvort stjórnmálaflokkar klofna. Stjórnmálaflokkar eru ekki höfuðatriðið heldur hagsmunir landsmanna, ekki hvað síst í svona stórum málum.
Svo á ég eftir að skoða betur varaliðsþátt Silfursins í dag.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hagsmunir Íslands og íslenzkrar þjóðar ERU KLÁRLEGA ÞAU AÐ GANGA ALLS EKKI
Í Evrópusambandið. Þeir stjórnmálamenn sem eru í vafa um það og treysta sér ekki
til að taka hreina og beina afstöðu Ragnar í þessu stórpólitíska máli hafa ekker í
stjórnmál að gera.. Hissa á þér Ragnar í íslensku sjárvar-og landbúnaðarhéraði að
vera svona vingull í þessari afstöðu. Kannski þar m.a sé komin skýring á fylgisttapi Framsóknar í dag út og suður!!!!!!!!!!!
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 4.2.2008 kl. 00:44
Það er kominn tími til að þeir sem eru á móti inngöngu í Evrópusambandið ,komi með skíringar á því . Hvers vegna á ekki að ganga inn í Evrópusambandið. Ég er Ragnari sammála, að það á að ræða hagsmuni Íslands og Íslendinga. En það vantar alltaf, hver rökin eru gegn aðild. Kannski getur þú Guðmundur Jónas, komið með nokkur rök gegn því.
Vigfús Davíðsson, 4.2.2008 kl. 10:24
Guðmundur, þessi færsla mín sagði ekkert um mína afstöðu. Hún er eingöngu um þessa setningu Björns að ræða málið á grunni landsmanna ekki út frá flokkum.
Við Framsóknarmenn þekkjum umræðuna, hún hefur farið illa með flokkinn það er rétt. En málið þarf að ræða.
Ég er á móti aðild í dag en ef rök koma með annað í framtíðinni sem segja mér að taka aðra afstöðu þá er ég tilbúinn til þess.
Ragnar Bjarnason, 4.2.2008 kl. 12:24
Hef ekki myndað mér skoðun, læt þá sem ráða um þetta mál. Óábyrgt kannski en held að ég hafi ekkert um þetta mál að segja. Ég mun hvort eð er aldrei ráða neinu um það.
Ásdís Sigurðardóttir, 4.2.2008 kl. 14:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.