3.2.2008 | 11:51
Romney vinnur í Maine
Það gengur frekar rólega að fá lokaniðurstöðu í Maine ríki enda sýnist mér við nánari athugun að forvalið fari fram 1.-3. febrúar þó svo það sé skráð allsstaðar á 2. febrúar. En nú er búið að ganga frá 68% atkvæða (ég tala um atkvæði en það er ekki fyllilega rétt kannski þar sem um "caucus" er að ræða), og staðan hefur lítið breyst frá fyrstu tölum.
Þó er búið að lýsa Mitt Romney sigurvegara forvalsins í Maine en annars er staðan svona:
Romney 52%
McCain 22%
Paul 19%
Huckabee 6%
Undecided 2%
Ég reikna ekki með því að þessar hlutfallstölur breytist stórlega, í mesta lagi 2-3% á hvern frambjóðanda.
Maine bauð upp á 21 kjörmann og þrátt fyrir sigur sinn er Romney enn að baki McCain í fjölda kjörmanna enda virðist hann á leiðinni út úr kapphlaupinu á þriðjudaginn. Sjá góðar skýringar á því hér.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þú stendur þig vel að vanda. Kveðja norður.
Ásdís Sigurðardóttir, 3.2.2008 kl. 15:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.