3.2.2008 | 00:18
Nýjustu tölur úr Maine
Þegar hafa verið afgreidd tæplega helmingur atkvæða í forvali Repúblikana í Maine ríki þá er Mitt Romney langefstur. Hann er með 52%, McCain er síðan næstur með 22% og síðan er Ron Paul með 19%. Mike Huckabee rekur síðan lestina með 5%.
Engin áhersla var lögð á þetta forval af neinum frambjóðanda fyrir utan að Ron Paul rétt leit þar við. Það skýrir líklega velgengni hans miðað við flest önnur ríki sem kosið hefur verið í til þessa. Annars er það nokkuð ljóst að Romney vinnur, spurningin er bara með hvaða mun.
Lokatölur síðar.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.