Flugvöllurinn ... enn og aftur og áfram

Las þetta á RÚV í kvöld

Gert verður ráð fyrir Reykjavíkurflugvelli í aðalskipulagi sem nú er unnið fyrir Vatnsmýrina, segir Ólafur F. Magnússon borgarstjóri. Hann segir að meirihlutinn muni festa í sessi flugvöll í Vatnsmýri.

Gísli Marteinn Baldursson, formaður samgöngu- og umhverfisráðs Reykjavíkurborgar, sagði í fréttum Útvarpsins í gær að hann sæi fyrir sér 20.000 manna byggð í Vatnsmýri. Svo fjölmenn byggð geti ekki verið þar ef flugvöllurinn verði þar áfram

Eina sem manni dettur í hug er endalaus vitleysa. Sé ekki að þeir geti báðir verið að festa flugvöllinn í sessi í Vatnsmýrinni.

Einfalt mál finnst mér. Vinna eftir verðlaunaskipulagstillögunum um Vatnsmýrina og finna flugvellinum síðan varanlegan stað. Það er allt of þrengt að honum í Vatnsmýrinni. Ég held að Reykjavík megi alveg við því að þétta byggðina og flugvöllinn er hægt að byggja upp á ekki verri stað.

Eitt samt á tæru, það þarf að taka ákvörðun mjög fljótlega svo svona hringlandaháttur standi ekki í vegi fyrir framtíðinni. Allt of lítið tekið af stórum, mikilvægum og sterkum ákörðunum á Íslandi í dag sem skila sér í sterkari framtíð.

Og það var og.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband