1.2.2008 | 20:58
Hreinsa aðeins til á Rás 2 takk fyrir
Alveg finnst mér vera kominn tími á að skipta Magnúsi Einarssyni út af Rás 2. Hann gerir ekkert annað en vefjast tunga um tönn í föstum dagskrárliðum sínum og svo ofspila Amy Winehouse fyrir tilstilli eigin dýrkunar á listamanninum að því að virðist. Hann spilar hana meira en plötur vikunnar og hefur meira að segja náð að spila lög hennar tvisvar í röð oftar en einu sinni.
Þetta er auðvitað ósköp venjulegt föstudagsnöldur og kannski má hann bara halda áfram. Enda er ég farinn að hlusta á Rás 1 í staðinn, miklu betra efni.
Og það var og.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hefurðu hlustað á Þorgeir Ástvalds á Bylgjunni, ég fæ stundum hægðartregðu þegar ég hlusta á hann.
Ásdís Sigurðardóttir, 1.2.2008 kl. 21:04
Næ ekki Bylgjunni þannig að ég er laus við það.
Ragnar Bjarnason, 1.2.2008 kl. 21:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.