Kemur ekki á óvart

Stuðningur Schwarzenegger við McCain kemur ekki á óvart, síður en svo. Þeir eru á sömu línu í raun og veru, á sumum sviðum langt frá hægri væng flokksins og frjálslyndari í mörgum málum. Enda hefur McCain fengið að heyra það einmitt undanfarna daga frá Romney að hann sé ekki hægri maður.

Það sem er athyglisvert aftur á móti á þessari mynd er að Rudy Giuliani er staddur þarna með Arnold og McCain og það gefur til kynna stórt hlutverk hans. Þar er sjálfsagt bæði um að ræða í kosningabaráttu McCain það sem eftir lifir prófkjöranna, síðan í forsetakosningaslagnum sjálfum og síðan kannski ekki síst í stjórnartíð McCain verði hann forseti í haust. Ég sé ekki á þessari stundu að Romney nái að velta McCain frá og hljóta útnefninguna sjálfur, til þess eru stefnumið hans of veik á of mörgum stöðum.

Hitt er svo annað að samkvæmt nýjustu "head to head" þá hefur McCain 6% forskot á Obama ef þeir berðust um forsetaembættið í haust og síðan 8% forskot á Clinton ef hún væri þar í stað Obama.


mbl.is Schwarzenegger styður McCain
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband