Saxi læknir með Davíð á skurðarborðinu

Er það ekki rétt með farið hjá mér að í áramótaskaupi fyrir nokkrum árum hafi Laddi í gervi Saxa læknis verið í miðri aðgerð á Davíð Oddsyni? Þá reis Davíð upp á skurðarborðinu og svo framvegis. Þetta var í framhaldi veikinda Davíðs á þeim tíma. Leiðréttið mig ef rangt er með farið.

Þetta er eiginlega hugsað upphátt hjá mér út frá margumtalaðri Spaugstofu á laugardaginn var. Ég er á því að þar hafi verið dansað á línunni en ekki farið yfir hana.

Geta þessi tvö atriði þá ekki flokkast sem sambærileg?

Ég er á því nema góð rök segi mér annað.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Það er rétt hjá þér Ragnar að þessi dæmi eru á flesta lund sambærileg.

Og þó?

Annar eistaklingurinn er ófyrirleitinn harðjaxl og veðraður í pólitískum styrjöldum. Hinn er líklega heldur veikgeðja og því auðsærður eins og seinna sannaðist.

Árni Gunnarsson, 31.1.2008 kl. 12:45

2 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Þetta er alveg rétt hjá þér Ragnar.

Kristín Katla Árnadóttir, 31.1.2008 kl. 16:40

3 Smámynd: Sigríður Gunnarsdóttir

Þetta er auðvitað sambærilegt, hárrétt hjá þér. En pólitíkus sem emjar eins og stunginn grís undan Spaugstofunni er ekki mjög sannfærandi. Fólk verður að þola ýmislegt þegar það er í þessari stöðu.

Sigríður Gunnarsdóttir, 31.1.2008 kl. 18:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband