31.1.2008 | 12:36
Saxi læknir með Davíð á skurðarborðinu
Er það ekki rétt með farið hjá mér að í áramótaskaupi fyrir nokkrum árum hafi Laddi í gervi Saxa læknis verið í miðri aðgerð á Davíð Oddsyni? Þá reis Davíð upp á skurðarborðinu og svo framvegis. Þetta var í framhaldi veikinda Davíðs á þeim tíma. Leiðréttið mig ef rangt er með farið.
Þetta er eiginlega hugsað upphátt hjá mér út frá margumtalaðri Spaugstofu á laugardaginn var. Ég er á því að þar hafi verið dansað á línunni en ekki farið yfir hana.
Geta þessi tvö atriði þá ekki flokkast sem sambærileg?
Ég er á því nema góð rök segi mér annað.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það er rétt hjá þér Ragnar að þessi dæmi eru á flesta lund sambærileg.
Og þó?
Annar eistaklingurinn er ófyrirleitinn harðjaxl og veðraður í pólitískum styrjöldum. Hinn er líklega heldur veikgeðja og því auðsærður eins og seinna sannaðist.
Árni Gunnarsson, 31.1.2008 kl. 12:45
Þetta er alveg rétt hjá þér Ragnar.
Kristín Katla Árnadóttir, 31.1.2008 kl. 16:40
Þetta er auðvitað sambærilegt, hárrétt hjá þér. En pólitíkus sem emjar eins og stunginn grís undan Spaugstofunni er ekki mjög sannfærandi. Fólk verður að þola ýmislegt þegar það er í þessari stöðu.
Sigríður Gunnarsdóttir, 31.1.2008 kl. 18:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.