30.1.2008 | 18:15
Þarna kom Edwards á óvart .... eða ekki
Ég er reyndar nýbúinn að skrifa um það að hann ætli að halda áfram baráttu sinni fram yfir ofur þriðjudaginn og ná góðri samningsstöðu fyrir sig í framhaldi þess. En svo er ekki, hann er ekki að fá neina athygli að ráði hjá fjölmiðlum og er því í sífelldum vandræðum með að koma sínum málum að. Þau eru honum ekki til trafala, hann hefur bara ekki náð að fylgja hinum tveimur í sviðsljósinu.
Sagt er að Edwards hafi sagt Clinton og Obama frá þessum á þriðjudaginn og um leið óskað eftir því við þau að fátækt yrði sett ofarlega í þeirra kosningabaráttu sem og í vinnslu þegar í Hvíta húsið væri komið.
En hvern kemur hann til með að styðja? Joe Klein, blaðamaður á Time magacine segir svo:
I don't think he endorses Hillary Clinton. The question is whether or not he endorses Barack Obama."
Clinton "represents a lot of the things that [Edwards] campaigned against, you know, the old Washington Democratic establishment that he believes got too close to the corporations in the '90s."
Það er svo frekar haldið að stuðningsmenn hann hallist frekar í átt til Obama og í sumum ríkjum komi það með að ráða úrslitum á þriðjudaginn kemur.
Hlutirnir eru fljótir að gerast í Ameríku alveg eins og á Íslandi.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.