30.1.2008 | 02:19
McCain vinnur prófkjörið í Flórida
Nú þegar talin hafa verið rúmlega 60% atkvæða í forvali Repúblikana í Flórida hefur John McCain verið lýstur sigurvegari.
Staðan er þannig: McCain 36%, Romney 31%, Giuliani 15%, Huckabee 13% og Paul 3%. Ekki er líklegt að þessar tölur breytist mikið til loka, kannski 1-2% hjá hverjum og einum. Það sem er kannski óljóst ennþá er hvor verður í þriðja sæti, Huckabee eða Giuliani.
Gríðarlega mikilvægur sigur fyrir John McCain þó svo að langt sé í land ennþá hjá honum að ná útnefningu flokksins sem forsetaframbjóðandi hans í haust.
Það held ég.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 02:26 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.