Giuliani hættur og styður McCain?

Óstaðfestar fréttir úr herbúðum bæði Giuliani og McCain herma að eftir úrslit kvöldsins í Flórida muni Giuliani draga sig út úr slagnum. Og það sem meira er þá mun hann lýsa yfir stuðningi við McCain, jafnvel strax á morgun í Kaliforníu. Þetta er haft eftir nánum samstarfsmönnum beggja frambjóðenda og því haldið fram að viðræður um þetta hafi staðið yfir í nokkra daga.

Spurningin er þá bara hvort þetta komi til með að tryggja McCain útnefningu Repúblikana eða hefur þetta skaðleg áhrif. Giuliani hefur nú ekkert gengið neitt sérstaklega vel í sínum slag og hefur hrapað í vinsældum miðað við skoðanakannanir á síðasta ári. Auðvitað spilar margt þarna inni í en líklegt verður að teljast að það sé styrkur fyrir McCain að fá stuðning hans. Þá er einnig talið líklegt að Giuliani fái virkan sess í komandi kosningabaráttu McCain.

Það held ég.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband