Hilary vinnur prófkjörið í Flórida

Hilary Clinton hefur unnið prófkjörið í Flórida eins og var nokkuð öruggt fyrirfram. Það gefur henni ákveðinn meðbyr inn í forvalssúpuna næsta þriðjudag en enga kjörmenn.

Clinton 50%, Obama 30%, Edwards 14%, Kucinich 1%. Þetta eru ekki alveg endanlegar tölur þar sem á eftir að telja aðeins af atkvæðum en þeim skeikar aldrei meira en 1-2% hjá hverjum frambjóðanda.

Uppfært

Eftir að hafa rennt yfir útgönguspá hjá CNN sýnist mér að stærsti áhrifaþáttur stórs sigurs Clinton á Obama sé hvernig aldurssamsetning þeirra sem kusu var. Um 40% þeirra sem kusu eru eldri en 60 ára (kemur kannski ekki rosalega á óvart þar sem ríkið er næstum því "retirement home") en á meðal þeirra hafði Clinton tæplega 60% stuðning. Obama hafði aftur á móti yfirhöndina í aldurshópnum 18-24 ára sem og meðal svartra kjósenda. Þá hefur Clinton verulega meira fylgi meðal kvenna en Obama en tæplega 60% þátttakenda voru konur (55-29%-Clinton). Sjá http://edition.cnn.com/ELECTION/2008/primaries/results/epolls/#FLDEM


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband