Fyrirætlan Edwards staðfest

Það er ekkert verið að spara breiðu spjótin þegar þau gefast. Obama er strax farinn að nota Caroline og Ted í auglýsingar sínar. Sjá http://link.brightcove.com/services/link/bcpid353515028/bctid1396506062 og http://link.brightcove.com/services/link/bcpid353515028/bctid1396506113

Síðan hefur aðstoðarkosningastjóri John Edwards staðfest að þó þeir telji að hann muni vinna útnefningu Demókrata þá sé Edwards einnig í baráttunni til að láta heyra í sér og af sínum helstu baráttumálum.

Þetta þýðir að hann er að safna kjörmönnum til að hafa sterkari samningsstöðu um gott starf fyrir sig í framhaldi kosninga í haust. Hann sér fram á að útnefning Demókrata komi til með að byggjast á kjörmönnum því bæði Clinton og Obama hætti ekki fyrr en í fulla hnefana og að baráttan á milli þeirra sé svo jöfn að hann geti leikið þennan kjörmannaleik sinn.

Það held ég.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband