29.1.2008 | 12:52
Edwards heldur áfram
Eftir prófkjör Demókrata í Suður-Karólínu á laugardaginn komu upp raddir um að John Edwards hefði lítið að gera áfram í slagnum. Talið var að hans helsta von um góða útkomu væri að finna í SK en það brást og fékk hann aðeins 17% atkvæða og virtist helst taka atkvæði af Clinton.
En nú hefur Edwards tekið af allan vafa um hvort hann haldi baráttunni áfram og kynnti hann í gær hvernig hann ætlaði sér að nálgast ofur þriðjudaginn. Fram að honum mun hann leggja mikla á herslu á ríki þar sem Obama er talinn sterkur fyrir eins og Tennessee, Georgiu, Alabama, Missouri ásamt fleirum. Síðan mun hann leggja mikla áherslu á Kaliforníu þar sem Clinton er sterk eins og er. Það er því líklegra en hitt að Edwards sæki á veiðisvæði Obama en hafi minni áhrif á Clinton nema þá helst í Kaliforníu en það er reyndar ekki lítið sem það getur skipt máli.
Edwards gæti því haft nokkuð um framvinduna að segja í framhaldi 5. febrúar með sína kjörmenn og gæti lagt þá til annars hvors frambjóðandans, sem eftir verður þá. Einhverjir hafa talið líklegt að það verði Clinton en þau Edwards áttu víst fund um daginn, eftir kappræðurnar í Nevada.
Hitt er svo spennandi að sjá hvort og þá hvernig stuðningsyfirlýsing Kennedy hefur áhrif á slaginn en hún er talin vera sterk fyrir Obama.
But not all endorsements are created equal, and that's certainly the case with today's endorsement of Sen. Barack Obama's (Ill.) presidential campaign by Sen. Edward Kennedy (D-Mass.).
In the hierarchy of endorsements, Kennedy coming out for Obama falls into the category of "symbolic endorsement," the most coveted of all because it is not simply the typical pat on the back and photo-op, but rather it signifies something larger about a candidate.
Kennedy, after all, is not simply the senior senator from Massachusetts. He's Ted Kennedy -- last of the brothers of the original first family in American politics (sorry Bill and Hillary) and standardbearer for liberals everywhere. For people of a certain vintage, Ted Kennedy serves as the embodiment of what it means to be a Democrat
Tekið af http://blog.washingtonpost.com/thefix/
Það held ég.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Obama / Clinton, mér finnst þau bæði frambærileg.
Ásdís Sigurðardóttir, 29.1.2008 kl. 21:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.