Dauðakoss McCains ?

Nú berjast þeir nánast á banaspjótum Repúblikarnir í forvali sínu, og þetta segir maður eftir að hafa séð einhverjar kurteisustu kappræður þeirra á millum í slagnum fram að þessu. Þær voru nánast eins og fermingarbarnamót.

En það nýjasta nýtt hjá þeim er að nú hefur forystusauðurinn, John McCain hlotið stuðningsyfirlýsingu (endorsement) frá heldur betur sterkum aðila í hinu ameríska fyrirmyndarþjóðfélagi. Þessar stuðningsyfirlýsingar ku vera þónokkuð notaðar og yfirleitt ákaflega vel þegnar. Barac Obama fékk til dæmis eina slíka frá John Kerry núna um daginn (menn töldu reyndar sumir að hefði ekki skipt neinu máli en látum það liggja milli hluta. Nú bregður hins vegar svo við að þessi stuðningsyfirlýsing til handa John McCain er skilgreind sem "kiss of death" eða dauðakossinn á okkar ástkæra og ylhýra.

Það er ekkert minna en hið virta blað New York Times sem veitir honum stuðning sinn á þennan hátt, blað hliðhollt Demókrötum. Þetta fer því ekkert sérstaklega vel í hörðustu Repúblikana en ljóst er af inngangi að þessari stuðningsyfirlýsingu að þeir þurfa nú ekkert að vera neitt sérstaklega hræddir, eða hvað?

We have strong disagreements with all the Republicans running for president

Og meira úr sömu grein

Still, there is a choice to be made, and it is an easy one. Senator John McCain of Arizona is the only Republican who promises to end the George Bush style of governing

Það er ekkert annað.

NYT greinir einnig frá því í dag að það styður Clinton til útnefningar Demókrata og hvetur fólk til að ljá henni atkvæði sitt þann 5. febrúar næstkomandi. Þetta gerir blaðið þó smekklega án þess að setja Obama neitt niður.

By choosing Mrs. Clinton, we are not denying Mr. Obama’s appeal or his gifts

Og áfram

Mr. Obama and Mrs. Clinton would both help restore America’s global image, to which President Bush has done so much grievous harm

Mér líst ágætlega á þetta þó svo að ég sé ekki sammála varðandi Clinton og Obama en ég hef nú alltaf verið aðeins öðru vísi.

Og svona í lokin segir hvers vegna blaðið standi ekki við bakið á Giuliani þar sem það er nú staðsett í New York og þar fær hann það óþvegið...

The real Mr. Giuliani, whom many New Yorkers came to know and mistrust, is a narrow, obsessively secretive, vindictive man who saw no need to limit police power. Racial polarization was as much a legacy of his tenure as the rebirth of Times Square.

Mr. Giuliani’s arrogance and bad judgment are breathtaking...... He fired Police Commissioner William Bratton, the architect of the drop in crime, because he couldn’t share the limelight. He later gave the job to Bernard Kerik, who has now been indicted on fraud and corruption charges.

The Rudolph Giuliani of 2008 first shamelessly turned the horror of 9/11 into a lucrative business, with a secret client list, then exploited his city’s and the country’s nightmare to promote his presidential campaign

Þetta kalla ég að fá það óþvegið, en þetta er auðvitað demókratískt blað er það ekki?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Enginn er annars vinur í pólutík. 

Ásdís Sigurðardóttir, 25.1.2008 kl. 23:07

2 identicon

Alveg vissi afi þinn að menn berast á banaspjót en berjast ekki á banaspjótum; þeas þeir bera spjót hver á annan en sprikla ekki á þeim eins og ormur á öngli.

Tobbi (IP-tala skráð) 27.1.2008 kl. 19:42

3 Smámynd: Ragnar Bjarnason

Já Tobbi, rétt er það og ég líka. En mistök gerir maður engu að síður á stundum, kannski helst til oft.

Ragnar Bjarnason, 27.1.2008 kl. 20:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband