Hinir pólitísku kverúlantar Íslands

Ég veit ósköp vel að þjóðfélagið okkar er lítið og þar af leiðandi ekkert rosalega margir sem geta talist sérfræðingar á hinum og þessum sviðum. Þar af leiðir að þegar tala á um málefni líðandi stundar getur reynst erfitt að hafa ferskleikann í fyrirrúmi og fá nýja sýn á málin frá nýjum sjónarhornum með nýju fólki.

Hins vegar finnst mér arfaslakt þegar sömu einstaklingarnir eru togaðir upp úr sínu þrönga umhverfi, þar sem búið er að skapa þeim einhvers konar stall sem stundum er ekki full innistæða fyrir.

Þess vegna finnst mér alveg kominn tími á að gefa greyið Agnesi Bragadóttir smá frí frá því að vera aðalálitsgjafi RÚV í málefnum líðandi stundar. Hún dúkkar upp reglulega bæði í Kastljósi og Silfri Egils með sitt forherta viðmót þar sem af henni lekur hrokinn og yfirlætið skýn úr hverjum andlitsdrætti. Hver einasta hreyfing hennar segir "ég veit betur en þú, vertu ekkert að reyna að segja eitthvað annað".

Það er kannski hreinlega kominn tími á að RÚV ráði hreinlega fastan sérfræðing í þetta starf, einhvern sem býr yfir þeim eiginleika að vera talinn hlutlaus og heiðarlegum af langflestum. Starfið fælist í því að kryfja til mergjar, kafa undir yfirborðið og koma upp með það sem máli skiptir hverju sinni.

En RÚV er auðvitað ekkert að því, kannski ekkert fyrir það heldur.

En þetta er bara mín skoðun.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Nei þeir eru langt í frá hlutlausir á Rúv,

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.1.2008 kl. 22:00

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Nei þeir eru langt í frá hlutlausir á Rúv, eða neinum öðrum fréttamiðli, það vitum við öll innst inni. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.1.2008 kl. 22:01

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ojæja tæknin enn að stríða mér, þetta er nú orðið meira sambandsleysið hér á blogginu, ég var 4 tíma að koma síðasta pistli inn.  Vill til að ég neita að gefast upp fyrr en í fulla hnefana.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.1.2008 kl. 22:02

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Hún minnir mig stundum á Jónínu Ben, klár að eigin mati og heldur að hún viti allt og geti drullað yfir hvern sem er, þessi hroki lekur af þeim báðum. Má ég þá biðja um málefnalega umræðu.

Ásdís Sigurðardóttir, 25.1.2008 kl. 22:50

5 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Mér sýnist Ásdís vera að :hverfast: Góðar kveðjur í sveitina.

Hólmdís Hjartardóttir, 26.1.2008 kl. 01:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband