24.1.2008 | 23:58
Kucinich dregur sig til baka hjá Demókrötum
Núna hefur Dennis Kucinich dregið sig út úr kapphlaupinu hjá Demókrötum. Þetta kemur svo sem ekkert sérstaklega á óvart enda um að ræða svolítið fjarlægan draum hjá honum. Hann hefur þó vakið nokkra eftirtekt og þá sérstaklega fyrir mjög harða mótstöðu við Íraksstríðið og mjög tilfinningaþrungna frammistöðu í kappræðum sem oft voru sæmilega árangursríkar. Hann var þess vegna rödd hins verulega frjálslynda Demókrata.
There is a point at which you just realize that you, look, you accept it, that it isn't going to happen and you move on
Ástæðurnar hjá honum fyrir því að hætta nú eru annars vegar sú að honum var ekki boðin þátttaka í kappræðunum í Nevada ríki og svo hins vegar, sem er auðvitað aðalástæðan, að hann sér nú fram á mjög harða samkeppni um þingsæti sitt í Ohio. Þar hefur hann verið með mjög sterka stöðu og verið kosinn í fimm kosningum en nú þegar hann sækist eftir sjötta skiptinu þá er mjög öflugur andstæðingur að sækja að honum. Hann hefur því sem sagt ekki tíma til að vera að vasast í einhverju forsetaframboði sem blindur maður sér að hann hefur ekkert í að gera heldur þarf hann að sinna kosningabaráttu á öðrum vettvangi.
Mér vitanlega hefur hann ekki kveðið upp úr um stuðning sinn við einhvern hinna frambjóðendanna sem eftir standa. Reyndar er beðið eftir formlegri yfirlýsingu frá honum á morgun um brottgöngu sína úr slagnum.
Það held ég.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Verða svo ekki bara tveir eftir í restina??
Ásdís Sigurðardóttir, 25.1.2008 kl. 00:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.