24.1.2008 | 12:48
Ég er lýðræðissinni
Ég tel mig vera mikinn stuðningsmann lýðræðis þar sem fólk á að geta komið sínum skoðunum á framfæri á ýmsan máta. Það tel ég vera ákaflega mikilvægt að skoðanafrelsi sé virt. En ég er líka á því að ábyrgð fylgi því að hafa slíkt vald með höndum sem hver og einn einstaklingur býr yfir í lýðræðinu.
Að þessu sögðu fannst mér áhorfendur á borgarstjórnarfundinum sem byrjaði nú í hádeginu fara alveg út á ystu mörk þess að misnota valdið sitt. Mótrökin geta kannski verið sú aftur á móti að kjörnu fulltrúarnir hafi gert slíkt hið sama.
Einhverntímann spurði ég hvort hægt væri að segja meira en nóg, ég held að slíkt hafi verið gert í byrjun fundar í dag.
Það held ég.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þetta var sérkennileg uppákoma og þarna sá ég fólk sem hefur oft verið sýnilegt í mótmælum. Virkar ekki vel á mig.
Ásdís Sigurðardóttir, 24.1.2008 kl. 14:10
hmmmmm...........
Tilvitnun:
"Ég tel mig vera mikinn stuðningsmann lýðræðis þar sem fólk á að geta komið sínum skoðunum á framfæri á ýmsan máta."
Bróðir sæll, þýðir þetta að þú ætlir að hætt að kalla mig "hálvita" þegar ég tjái mig um pólitík?????
Heimurinn batnandi fer
Hannes Bjarnason, 24.1.2008 kl. 14:29
Sammála þér þetta var aðeins um of....en staðan öll skrýrin og miklar sviptingar....ég er flutt norður í Árneshrepp sem betur fer kennski???? Þó ég hafi aðsetur hér...
Vilborg Traustadóttir, 24.1.2008 kl. 17:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.