22.1.2008 | 21:31
... og þá voru eftir fimm
Núna fyrr í dag kom yfirlýsingin frá Fred Thompson um að hann drægi sig út úr kosningaslag Repúblikana. Búist hafði verði við henni frá því að hann lenti eingungis í þriðja sæti í Suður-Karólínu á laugardaginn var en það var í raun rothöggið fyrir áframhaldandi þátttöku hans í útnefningarkapphlaupinu.
Today I have withdrawn my candidacy for President of the United States," Thompson said in a terse statement. "I hope that my country and my party have benefited from our having made this effort. Jeri and I will always be grateful for the encouragement and friendship of so many wonderful people.
Ekki er búist við því að hann lýsi yfir stuðningi við neinn hinna frambjóðendanna sem eftir eru strax. Þó sýnist mér að menn hallist helst að því að það verði þá við McCain sem hann styður verði það einhver, svona opinberlega. Meira hér.
Annars er það að frétta hjá Repúblikönum að þeir búa ennþá við það að hafa engann "frontrunner" ennþá en þeir hafa löngum reynt að útkljá baráttuna eins snemma og kostur er. Það er því allt ennþá í spilunum og miklar bollaleggingar um hvernig þetta fer allt saman. Það er einhvernveginn eins og þeir séu að fá meiri athygli hjá pressunni út á þetta og áhuginn sé aðeins að dofna á Clinton og Obama um leið þrátt fyrir nokkuð snarpar kappræður þeirra í millum í Suður-Karólínu (og ekki gleyma Edwards, hann er ennþá með).
Romney hefur unnið þrjú ríki, McCain tvö og Huckabee eitt. Og ef við þetta bætist að Giuliani vinnur svo í Flórida eins og hann hefur lagt mikla vinnu í þá er myndin engu skýrari en hún er í dag og þannig fer staðan þá inn í ofur þriðjudaginn, allt opið ennþá. Það er jafnvel farið að tala um að staðan geti einnig verið tiltölulega jöfn á milli 3-4 manna ennþá eftir ofur þriðjudaginn og þá út baráttuna og þannig verði farið inn í landsþingið, enginn með yfirburði. Þetta er orðinn möguleiki og þá taka við gömlu góðu samningarnir á staðnum við, klækirnir og uppboðin á sjálfu flokksþinginu. Það ætti kannski að senda einhverja borgarfulltrúa úr borg óttans til að aðstoða við það.
Það held ég.
PS Kem til með að setja inn skoðanakannanir á næstunni úr þeim ríkjum sem framundan eru, Suður-Karólínu, Flórida og síðan úr þessum 21/22 ríkjum á "Tsunami tuesday" eftir tíma og nennu.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Gott að geta gengið að þessu svona hjá þér, ég er ekki svo duglega að lesa netið með þetta. Kveðja norður.
Ásdís Sigurðardóttir, 22.1.2008 kl. 21:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.