Keyptur til samstarfs

Mín tilfinning varðandi þetta nýja meirihlutasamstarf í borg óttans (hún fer nú að verða það all verulega ef maður er stjórnmálamaður) er bara ein. Ólafur var keyptur til samstarfs með borgarstjórastólnum. Einfalt mál, svo kemur yfirklórið með málefni út og suður, sumt gert, annað ógert og sumt geymt.

Framtíðin er svo ljós varðandi meirihlutann. Hann hangir á bláþræði þar sem varamaður Ólafs styður hann ekki og ekki má ganga fram hjá honum ef þannig stendur á og miðað við það sem Björk Vilhelmsdóttir segir/staðfestir þá getur maður ekki annað en leitt hugann að því að þær aðstæður geti komið upp.

Vilhjálmur er auðvitað staðgengill í borgarstjórastarfinu, ekkert mál með það en borgarstjórnarfundirnir eru annað.

En tilvitnun dagsins í þessu kom á fréttamannafundinum í gær þegar Ólafur var spurður af hverju Margrét Sverrisd. hefði ekki verið með í ráðum. Þá gall við skýr kvenmannsrödd úr baklínu sjálfstæðismanna "nú hún er ekki í borgarstjórn". Alveg rétt og það er líklega lífsspursmál fyrir þennan nýja meirihluta að hún verði það ekki það sem eftir er kjörtímabils.

Það held ég.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnar Bjarnason

Þú getur gert margt skemmtilegra en að fá upp í kok af þessu og þú færð kosningar eftir tvö ár.

Úff, veit ekki sko. Get það ekki í Reykjavík og svo er ég ekki í tísku (og hef aldrei verið)

Ragnar Bjarnason, 22.1.2008 kl. 23:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband