21.1.2008 | 21:19
Bill að ofgera?
Enn eru dreggjar forvals Demókrata í Nevada á laugardaginn að leka um fréttamiðla höfuðríkis hins frjálsa heims. Í aðdraganda þess fór Bill Clinton að beita sér af meiri hörku en verið hafði í slagnum fram að því (hafði reyndar aðeins sýnt það í New Hampsire). Nú ber Obama blak af sér undan Bill og segir að sér líði eins og hann sé að berjast við "báða" Clintonana. Alveg hárrétt og þar af er annar þeirra fyrrverandi forseti og einn vinsælasti Demókrati seinni ára vilja margir halda fram (það hefur reyndar ekki verið erfitt að vera það held ég).
Herbúðir Clinton segja honum að hætta að skæla, hann sé í kosningabaráttu og þar sé barist. Aftur á móti finnst sumum framámönnum í flokknum Bill beita sér full harkalega og fara á köflum yfir strikið og hafa biðlað til hans að "step it down" eins og þeir orða það, hægja aðeins á sér.
Fréttaskýrendur sumir hverjir aftur á móti telja aftur á móti að Bill líti frekar út eins og hörundssár eiginmaður í þessum aðstæðum frekar en fyrrverandi forseti sem er í forsvari fyrir kosningabaráttu frambjóðanda og að hann sé ekki búinn að finna réttu línuna í þessari baráttu.
The Clintons long have been a political couple and a political team, and in the heat of battle against an attractive opponent, she risks allowing her candidacy to be seen as a vehicle for preserving the power of the Clintons and their network, rather than one that charts a more independent course.
It is too much to expect Bill Clinton not to fight hard for his wife, but he must know that, as a former president, there is a fine line he must walk in doing so. It's not clear he has yet found it
Aðrir segja að þau hjónin séu að leika "bad cop-good cop" leikinn þar sem Hilary passar vel upp á það að vera jákvæð og uppbyggileg í sinni framkomu en Bill sjái um skítadreifinguna.
Þetta er að hitna all verulega upp a.m.k. en líklegt verður að teljast að Obama vinni Suður-Karólínu á laugardaginn en Hilary Florida þann 29. sem skiptir reyndar engu máli varðandi kjörmenn því Florida fær ekki að senda neina slíka á landsþing. Það verur því sigur til að byggja sig upp. Síðan kemur "super tuesday" með stór ríki þar sem Clinton er með verulega góða stöðu í.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:57 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.