Örstutt innskot um Obama og Clinton

Svona til þess að hafa það á hreinu í því sem ég skrifa um forval og prófkjör í Bandaríkjunum þessa daga (og lengi enn líklega) þá er ég fylgismaður Obama. Ég reyni samt að miðla því sem ég les og heyri hlutlægt, þetta er samt sem áður atriði sem menn geta haft í huga við lesturinn. Hjá hinum aðilanum er sá aðili sem ég er hrifnastur af ekki í toppbaráttunni en það er Giuliani. Mér virðist hann ekki eiga möguleika á útnefningu síns flokks.

En ég hef verið að hugsa svolítið um eitt viðtal sem ég sá aðfaranótt sunnudags í kjölfar prófkjöranna þriggja. Það var við reyndan stjórnmálaskýranda vestan hafs, man ekki hvað hann heitir.

Hann sagði tiltölulega orðrétt (skrifað eftir minni):

Obama is the stronger candidate, no doubt about that in my mind. But he is up against the Clintons and they are mean, they are a mean machine. I think he didn´t know what he was going to get.

Ég held að þetta sé að mestu leyti rétt hjá honum nema ég held að Obama hafi vitað hvað beið hans í baráttunni.

Þar fyrir utan er í fullu stríðið um það hvor aðilinn vann Nevada. Mér finnst það vera aukaatriði, Clinton vann í atkvæðum talið og það færir henni forskot. Hins vegar skilur maður það að Obama vilji reyna allt hvað hann getur til að stöðva að "momentið" færist til Clinton.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband