21.1.2008 | 12:46
Snýst ekki um fatapeninga
Ætli menn séu ekki búnir að átta sig á eðli málsins í fatapeningamálinu Guðjóns Ólafs, ég hefði haldið það a.m.k. núna svona þegar hann er búinn að draga flest sín spil upp á borðið.
Þetta snýst nefnilega alls ekki um einhverjar sporslur til fatakaupa, það var bara sett fram til að ná eyrum fjölmiðla. Ekki að þess hefði endilega þurft held ég því það er í tísku hjá þeim að fjalla um öll ágreiningsmál sem upp koma í Framsókn, stór og smá og allt þar á milli.
Þetta er einfaldlega Guðjón Ólafur á leið út úr pólitík á sinn hátt sem virðist vera með því hugarfari að "ef ég fer út þá tek ég alla sem ég get með mér". Ekki gott og alls ekki merkilegt.
En að því sögðu þá er gott að þetta er komið upp á þennan hátt og orð Björns Inga eru skiljanleg að mínu mati. Stundum þarf hrossalækninga við og mér virðist það vera í spilunum í Reykjavík núna.
Hitt er svo annað að á svona stundum þurfa formenn flokka að vera röskir, með bein í nefinu og taka á málum miðað við eðli þeirra og alvarleik.
Það held ég.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Framsóknarflokkurinn hefur lengi átt í vök að verjast. Hann hefur verið sakaður um spillingu umfram aðra flokka og óþarflega oft orðið að blóraböggli Sjálfstæðisflokksins eins og þeir hljóta að hafa séð sem horft hafa hlutlaust á sviðið. Þeir hafa reyndar ekki verið margir né háværir.
Hvað sem um Björn Inga má segja þá sýnist mér tímasetningin á uppgjöri milli þeirra svarabræðra og fjandvina ekki skynsamleg.
Reyndar finnst mér þessi árás ómerkileg og fráleitt viturleg.
Árni Gunnarsson, 21.1.2008 kl. 13:09
Afhverjur svaraði Björn Ingi ekki bara þessum ásökunum? Í staðin hefur ekki komið neitt nema útúrsnúningur frá honum.
TómasHa, 21.1.2008 kl. 13:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.