20.1.2008 | 01:08
Sérkennileg staða hjá Demókrötum í Nevada
Það virðist vera svo að upp sé komin frekar sérkennileg, þó alls ekki óþekkt staða svo sem, hjá Demókrötum í Nevada eftir forvalið hjá þeim á laugardag. Niðurstaðan er ljós í hlutafallstölum eins og ég segi frá hér í fyrri færslu í kvöld þar sem Clinton vinnur Obama með u.þ.b. 6% mun og Edwards langt á eftir þeim.
Kerfið í þessari baráttu um að vera útnefndur forsetaframbjóðandi flokksins snýst ekki alveg hreint út um að sigra hvert ríki eða fá alltaf flest atkvæði heldur í grunninn um að fá flesta kjörmenn kjörna á landsþing flokksins í sumar. Það virðist því hafa gerst í Nevada að þrátt fyrir að Obama hafi fengið minna heildarfylgi þá hafi hann fengið einum kjörmanni fleiri en Clinton. Og það eru stórfréttir í raun, þannig getur hann lýst sig sem sigurvegara Nevada forvalsins og náð smá hjálparöldu í þá baráttu sem framundan er og nær hámarki þann 5. febrúar.
Hér er brot úr yfirlýsingu Obama sem hann sendi frá sér eftir forvalið í dag:
Were proud of the campaign we ran in Nevada. We came from over twenty-five points behind to win more national convention delegates than Hillary Clinton because we performed well all across the state, including rural areas where Democrats have traditionally struggled
Þetta kemur svolítið illa við Clinton því hennar fólk hefur oft látið hafa eftir sér fram að þessu að kjörmenn sé það eina sem skiptir máli.
Það held ég.
PS Kjörmannafjöldinn sem kosið var um er 25 held ég í Nevada. Síðan er 8 "súper" kjörmönnum (super delegates) úthlutað af yfirstjórn flokksins. Þar er talið að Clinton sé með nokkuð forskot á Obama og hans fólk viðurkennir það.
Uppfært 1:45 : Í herbúðum Clinton er sagt að Obama fari með rangt mál og framkvæmdastjóri Demókrata í Nevada tekur í sama streng en í því sem hún segir finnst mér liggja að breyta eigi reglum sem nú gilda fyrir það þing sem kýs endanlega kjörmenn á flokksþingið í sumar. Hún segir:
The calculations of national convention delegates being circulated are based upon an assumption that delegate preferences will remain the same between now and April 2008
Það sem gerir þennan sigur að verkum hjá Obama er að hann vann í fleiri sýslum þar sem færri kusu og síðan er eitthvað misvægi á milli atkvæða eftir sýslum. Flókinn útreikningur sem ég er ekki búinn að komast í gegnum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:53 | Facebook
Athugasemdir
Alveg er nú furðulegt að fá fyrstu kosningatölur norðan úr Reykjadal.
Hólmdís Hjartardóttir, 20.1.2008 kl. 01:15
Þau eru skrýtin áhugamálin
Ragnar Bjarnason, 20.1.2008 kl. 01:19
Sammála,,, soldið fyndið, er búin að fylgjast með þessari síðu í allt kvöld.
Ingi Björn (IP-tala skráð) 20.1.2008 kl. 01:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.