Fyrstu tölur hjá Repúblikönum í Suður-Karólínu

Núna eru að koma fram fyrstu tölur í prófkjöri Repúblikana í Suður-Karólínu sem fram fór fyrr í dag (laugardag).  Samkvæmt þeim fer McCain ágætlega af stað og Huckabee þokkalega en þeim fylgja síðan Romney og Thompson.

McCain er með 38% atkvæða, Huckabee 23%, Romney 19% og Thompson 12%. Síðan koma Giuliani með 5% og Paul með 4%.

Taka verður vara við þessu þar sem ákaflega lítið atkvæðamagn stendur að baki þessum hlutfallstölum og þær geta breyst skyndilega og þónokkuð svona á fyrstu skrefunum. Ég uppfæri þetta síðan eitthvað fram á nóttina ef einhver hefur áhuga.

Uppfært: McCain 34%, Huckabee 30%, Thompson 15%, Romney 14%, Paul 4% og Giuliani 2%. Manni sýnist að Giuliani fari hreinlega að heltast úr lestinni með ákaflega daprar tölur í þeim forvölum sem búin eru. Sérstakt þar sem þetta er frambjóðandinn sem var efstur í öllum skoðanakönnunum megnið af árinu 2007. En það er ekki sopið kálið þó í ausuna sé komið. Þá ber þess einnig að geta að Duncan Hunter hefur dregið sig úr framboði eftir forvalið í Nevada og því eru sex frambjóðendur eftir hjá Repúblikönum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ertu ekkert á leið í rúmið strákur?  ertu búinn að redda þessu með myndirnar, kíkti í dag og komst ekki inn.

Ásdís Sigurðardóttir, 20.1.2008 kl. 00:56

2 Smámynd: Ragnar Bjarnason

Neibb, get ekki sofið. Þetta með myndirnar er flóknara en ég hélt en ég tíni þær bara hérna inn á næstunni og jafnvel fleiri til.

Ragnar Bjarnason, 20.1.2008 kl. 01:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband