19.1.2008 | 22:25
Smá villa hjá Moggamönnum
Það er smá villa í niðurlagi fréttarinnar á mbl.is þar sem skilja má að prófkjör Repúblikana í Suður-Karólínu sé eftir viku. Það er ekki rétt þar sem það var haldið í dag og úrslit væntanleg úr því í nótt. Það prófkjör er mjög mikilvægt hjá þeim og kemur til með að hafa heilmikil áhrif á framhaldið spái ég.
Það eru síðan aftur á móti Demókratar sem halda prófkjör sitt í Suður-Karólínu eftir viku, laugardaginn 26. janúar og er það ekki síður mikilvægt í slagnum þar heldur en það sem haldið er í dag hjá Repúblikönum.
Það held ég.
Clinton og Romney unnu í Nevada | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það er eins gott að þú ert á vaktinni og passar upp á moggamenn.
Ásdís Sigurðardóttir, 19.1.2008 kl. 22:55
Umfjöllun Morgunblaðsins um forkosningarnar í Bandaríkjunum er alveg óþolandi. Hef tvisvar í þessari viku þurft að senda póst til þeirra um villur í fréttum á mbl.is. Í gær var Hillary orðin Repúblikani ásamt því að kosningarnar í Suður-Karólínu áttu að vera haldnar fimmtud. 17. janúar.
Barack Obama (IP-tala skráð) 20.1.2008 kl. 01:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.