Clinton með sigur í Nevada

Nú er orðið ljóst að Hilary Clinton (búið er að lýsa hana sigurvegara) hefur unnið forval Demókrataflokksins í Nevada sem haldið var í dag. Hún fær úthlutað um 51% fulltrúa á þing flokksins í ríkinu þar sem kjörfulltrúar á landsfundinn í sumar verða kosnir. Barack Obama er aftur á móti með um 45% fulltrúa í ríkinu og John Edwards rekur síðan lestina með um 4% fulltrúanna.

Sigur Clinton er orðinn ljós þó ennþá eigi eftir að berast tölur frá um 20% umdæmanna í ríkinu en sigur hennar yfir Obama er á bilinu 4-6%. Fylgi Edwards er síðan ákaflega lágt og nokkuð ljóst að raddir sem vilja hann út úr kapphlaupinu verða háværari í kjölfar þess.

Þessi úrslit voru viðbúin þó enginn hafi þorað að taka af skarið fyrir fram og spá henni þessum sigri örugglega. Þessi sigur hennar virðist ekki koma til með að hafa nein afgerandi áhrif á baráttuna en eingungis er um að ræða 33 fulltrúa frá Nevada á flokksþingið og menn búast síðan fastlega við sigri Obama í Suður-Karólínu á laugardaginn kemur.

Lokatölur verða uppfærðar í þessa færslu um leið og þær verða ljósar og síðan úrslit hjá Repúblikunum í Suður-Karólínu í nýrri færslu þegar þau verða ljós.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband