19.1.2008 | 20:41
Fyrstu tölur hjá Demókrötum í Nevada og úrslit hjá Repúblikönum
Bandarískir fjölmiðlar eru nú farnir að birta tölur í forvali Demókrata í Nevada og eru þær þannig að Obama er með 48%, Clinton 46%, Edwards 5% og Kucinich 1%.
Verð samt að segja að það er ekkert að marka þetta ennþá þar sem afar fá atkvæði eru á bakvið þessar tölur eins og er. Leiðrétti mig hérna strax því ekki eru gefin upp atkvæði heldur fulltrúar sem hver frambjóðandi vinnur á flokksþing Nevada sem haldið verður síðar í vetur. Fjöldi þessara fulltrúa er í kringum 10500 en einungis er búið að úthluta rétt innan við eitthundrað.
Úrslit eru hins vegar ljós hjá Repúblikönum þar sem Mitt Romney hreinlega rústaði hinum frambjóðendunum með 56% atkvæða. Á eftir honum komu síðan John McCain og Ron Paul með 12% atkvæða, Huckabee með 8% og Fred Thompson með 7%. Rudolph Giuliani er síðan með 4% og er ekki vel staddur í kapphlaupinu að útnefningunni eins og er.
Uppfærsla eða ný færsla síðar í kvöld um Demókrata og síðan Republikana í Suður-Karólínu.
Uppfært : Clinton 53%, Obama 44%, Edwards 3%. Búið að úthluta u.þ.b. 2250 fulltrúum eða rúmlega 22% þeirra.
Nýrri uppfærsla: Clinton 50%, Obama 45%, Edwards 5%. Nú er búið að útluta tæplega 60% fulltrúum á milli frambjóðenda.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:19 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.