Er þetta ekki að nálgast þjóðarmorð?

Það fer nú að nálgast það að hægt sé að kalla aðgerðir Ísraelsríkis gagnvart Palestínumönnum þjóðarmorð þó vissulega sé það sterkt. En í raun er það ekkert annað. Ísrael hefur allt í hendi sér gagnvart þeim, allar aðflutningsæðar á nauðsynjum og þegar skorið er svona á þær bíður ekkert annað en hungurmorð heilli þjóð Palestínu. Og þetta er gert algjörlega í skjóli Bandaríkjanna.

Svona lagað á ekki að líðast og alþjóðasamfélagið á að ganga inn í þessi mál og stöðva þennan gjörning og leysa síðan málið.

Ef það verður ekki gert koma skyldir aðilar Palestínumönnum til hjálpar og allsherjar styrjöld brýst út og hver veit hversu víðtækt það verður. Það verður ekki horft uppá þetta lengur.

Nú er nóg komið.


mbl.is Aðgerðir Ísraela gagnrýndar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnar Bjarnason

Ég er hreinlega ekki að tala um sögu alls þessa sem ástandið í dag byggir á. Til þess að fá einhverja átt í það þarf maður að hafa doktorspróf í ástandinu og hugsanaganginum á svæðinu. Ég hef það ekki og get ekki sett fram eina lausn frekar en margir aðrir.

Ég taldi mig hreinlega vera að tala um það sem er að gerast akkúrat núna og bitnar á saklausum borgurum í massavís.

Mér finnst barnalegt að nálgast málið á þá vegu að hlutir séu réttlættir vegna þess að þessi gerði þetta. Það þarf að komast upp úr því til að leysa málið. Við Íslendingar hættum hefnivígum fyrir löngu og mér finnst að aðrir eigi að gera það einnig.

Takk fyrir innlitið og athugasemdirnar og auðvitað á að líta á málið frá ekki bara báðum hliðum heldur öllum. Um það snúast samningar.

Ragnar Bjarnason, 18.1.2008 kl. 22:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband