15.1.2008 | 20:35
Hástökkvari vikunnar
Það var bísna merkilegt að horfa á fjármálaráðherrann í Kastljósinu áðan þar sem hann fékk frekar þægilega meðhöndlun rólegs spyrils. Upp úr stóð hvernig ráðherranum tókst að sjá stórvægileg mistök hæfnisnefndarinnar í dómaramálinu og sigla framhjá þeim með samvisku sína nær eina að vopni.
Það var jú hæfnisnefndin eins og hún lagði sig sem gerði mistök í málinu, það er hæfnisnefndin sem ber ábyrgð á neikvæðri umræðu um embættisveitingu ráðherrans í samfélaginu, það er hæfnisnefndin sem gerði fleiri mistök en að meta ekki ráðherraaðstoðarmannsstarfið rétt í samhengi við héraðsdómarastarfið og það er auðvitað hæfnisnefndin sem kann ekki lagalegt verksvið sitt. En Árna tókst að bægja hættunni frá en situr í staðinn uppi með þessa líka leiðinlegu þjóðfélagsumræður sem er nefndinni um að kenna.
En fyrir utan þetta var viðtalið leiðinlegt, ráðherrann virtist vera illa undirbúinn og illa fyrirkallður og spyrillinnn eins og köttur í kringum heitan graut þar sem vantaði alla beinskeitni í viðleitni við að fá svörin.
En ég spyr að lokum, hvað er það í starfi aðstoðarmanns ráðherra sem gerir það að verkum að viðkomandi aðili hoppar upp um tvo hæfnisflokka og fram fyrir þá tvo aðila sem þar voru fyrir. Væri ekki ráð að einhver málsmetandi og heiðarlegur rannsóknarblaðamaður myndi skoða það alveg niður í kjölinn, svona til að fá það á hreint uppá framtíðarráðningar í stjórnkerfinu að ræða. Mér finnst það vera nauðsynlegri blaðamennska en að finna reykherbergið í Leifsstöð.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þetta var dapurlegt viðtal. Ég vona að umræðan deyji ekki út. Reykjadalur S-Þng??
Hólmdís Hjartardóttir, 15.1.2008 kl. 20:58
Sá ekkki.
Ásdís Sigurðardóttir, 15.1.2008 kl. 23:17
Og hverra manna ertu?? Ég átti heima á Laugabóli.
Hólmdís Hjartardóttir, 16.1.2008 kl. 00:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.