30.10.2007 | 22:32
Ekkert varið í þessa ráðningu
Mér finnst hún voða lítið spennandi þessi ráðning á landsliðsþjálfara. Ólafur er ágætur þjálfari það vantar ekki, mér finnst hann samt hreinlega ekki vera besti kosturinn í stöðunni og um leið ekki besti íslenski þjálfarinn. Það sem hann hefur gert er að gera lið að Íslandsmeisturum sem hafði mannskap yfir að ráða til að klára það dæmi í sífellt slakari íslenski efstu deild.
Fjöldi ungra íslenskra knattspyrnumanna fer erlendis mjög snemma á ferli sínum þannig að deildirnar á Íslandi njóta þeirra ekki. Erlendis verða þeir síðan sumir of stórir fyrir Ísland vegna þess atlætis sem þeir búa við þar. Til þess síðan að hafa stjórn á þeim í landsliðunum þarf að hafa verulegt nafn með góða starfsferilskrá. Þess vegna hefði ég viljað sjá þokkalega stórt erlent nafn sem landsliðsþjálfara. Staða KSÍ fjárhagslega hefur sjaldan verið betri og því hefði það líklega ekki staðið í vegi fyrir því.
Kannski vantar meiri metnað og skýrari framtíðarsýn? Mér finnst ég finna smá lykt af því.
Ólafur ráðinn landsliðsþjálfari í knattspyrnu til ársloka 2009 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Já, mér finnst að núna hefði verið rétti tíminn til að ráða erlendan þjálfara. Þó ég geti ekki bent á einhvern núna. Ólafi hefði verið hægt að fórna í Danaleikinn, og nýta tímann fram að næstu keppni til að finna góðan erlendan þjálfara.
Hermann Aðalsteinsson (IP-tala skráð) 31.10.2007 kl. 10:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.