8.10.2007 | 20:29
Einfalt mál eða?
Í sjálfu sér finnst mér þetta vera einfalt mál þó svo að flækst hafi ótrúlega á stuttum tíma.
Mér finnst það ekki vera einhver lausn að selja hlut Reykjavíkur í hinu nýja fyrirtæki, hreint ekki. Ég tel að svo eigi ekki að gera heldur halda áfram í þessu verkefni með þátttöku borgarinnar sem hefur margt fram að færa í þessum efnum með þekkingu í þeirri, sem býr í starfsfólki hennar í þessum geira.
Það á hreinlega ekki að fara að heimfæra kaupréttarsamninga á þetta svið, það finnst mér einnig vera algjörlega kristaltært.
Samruni þessara tveggja orkufyrirtækja hefði átt að vera betur ræddur áður en hann helltist yfir fólk þar sem orsakir og afleiðingar hefðu verið algjörlega uppi á borðinu og til umræðu fyrir opnum tjöldum eins og hægt væri.
Og í síðasta lagi þá sé ég ekki alveg tenginguna frá þessu máli yfir í einhvern formannsslag í Framsóknarflokknum eins og einhverir hafa verið að láta í veðri vaka. En að því sögðu að ef menn vilja fara í þá umræðu þá á að gera það hreint og beint og ég veigra mér síður en svo við að taka þátt í henni.
Sátt meðal sjálfstæðismanna þrátt fyrir trúnaðarbrest | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.