Alveg makalaust

Alveg er það merkilegt hvernig fjölmiðlakálfarnir í samfélaginu hérna hjá okkur sprengja allt upp í hæstu hæðir þegar eitthvað rétt svo lafir út úr gúrkutíðinni. Síðan er allt saman gleymt og grafið tveimur dögum eftir að óveðrinu hefur verið hleypt upp í kringum þá.

Veit einhver hvað var verið að fjalla um í fjölmiðlum fyrir viku síðan og hverjir voru í sviðsljósinu þá?

Hvað varð um almennilegar fréttaskýringar og leitina að sannleikanum?

Ég krefst meiri fagmennsku og yfirvegunar af þeim aðilum sem telja sig vera best fallna til að að fara með hið svokallaða fjórða vald samfélagsins. Völdum fylgir ábyrgð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Leita að týndu barni, ríkir menn urðu ríkari, lág laun á leikskólum, þjófnaður úr búðum, bla, bla.

Ásdís Sigurðardóttir, 4.10.2007 kl. 23:38

2 Smámynd: Kolgrima

Er eitthvað sérstakt sem þú vilt vita sannleikann um?

Kolgrima, 5.10.2007 kl. 22:14

3 Smámynd: Hallgrímur Óli Helgason

hef tekið eftur þessu, maður gleymir þessu að sjálfsögðu, ýmsar fréttir sem maður vildi að væri fylgt eftir, svo bara týnist þetta, vona að fréttamenn fylgi eftir þessu máli um borgarstjórann og orkuveitufyrirtækin sem ég man ekki hvað heita

Hallgrímur Óli Helgason, 5.10.2007 kl. 22:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband