27.9.2007 | 21:17
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta
Skemmtileg frétt af íslenska karlalandsliðinu í fótbolta á vef alþjóðaknattspyrnusambandsins, www.fifa.com og um leið stutt viðtal við Eyjólf landsliðsþjálfara.
Annars er það að frétta úr heimi FIFA að á þeim bænum á í fyrsta sinn að nota heimslistann þegar ákveðið verður í hvaða styrkleikaflokki þjóðir Evrópu verða í þegar dregið verður í undankeppni heimsmeistarakeppninnar árið 2010. Stökk Íslands á síðasta lista og ágætir leikir framundan ættu þá að geta gefið okkur jafnvel sæti í fjórða styrkleikaflokki (ef maður er bjartsýnn) annars á ég eftir að skoða það nánar. Skotarnir eru alla vega glaðir yfir þessu enda hefur gengið ákaflega vel hjá þeim undanfarið og standa þeir vel á listanum eins og er.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.