Smá innlegg í lyfjaverðsumræðuna

Þónokkur umræða hefur átt sér stað undanfarið varðandi lyfjaverð á Íslandi og reynt hefur verið af veikum mætti að útskýra verð lyfja hér á landi samanborið við nágrannalönd okkar. Ég ætla að koma hérna með eitt dæmi um lyfjaverð þar sem um er að ræða sama lyf og sama magn þess, keypt hjá sama apóteki með rúmlega mánaðar millibili.

 

Heildarverð lyfs - 8498 í fyrra skiptið en 77396 í seinna skiptið

Hluti tryggina - 3548 í fyrra skiptið en 67496 í seinna skiptið

Hluti sjúklings - 4950 í fyrra skiptið en 9900 í seinna skiptið

Hluti sjúklings - 3856 í fyrra skiptið (eftir 22,1% afslátt) en 2761 í seinna skiptið (eftir 72,1% afslátt)

 

Ég get í þessu dæmi alls ekki séð að íslenskar leiðbeiningar um notkun lyfsins og aukaverkanir þess hafi nokkur áhrif á verð lyfsins. Hreint og beint alls ekki. Þaðan af síður get ég séð að smæð markaðarins hafi nokkuð með verðframsetningu eða samsetningu verðsins. Hreint og beint alls ekki.

Það sem ég sé í þessu dæmi er sjálftaka lyfsöluaðila á fjármagni skattborgaranna í gegnum tryggingakerfið þar sem gríðarleg hækkun grunnverðs á sér stað á stuttum tíma og lítið sem ekkert eftirlit er á því. Tryggingar greiða nefnilega hlutfall grunnverðs eins og það er í upphafi og takið eftir því að sjúklingur greiðir minna í seinna skiptið því þá er búið að mjólka svo mikið úr tryggingum að ekki þarf eins að þjarma að honum.

Ég sé siðleysi og ruddakap í þessu dæmi og ætla að leggja það fram sem skýringu á háu lyfjaverði á Íslandi í dag (sem og undanfarin ár).

Það held ég.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband