Nýjasta bókin í safnið

Ég keypti mér bók í fyrradag. Stóðst ekki mátið eins og svo oft áður og féll fyrir auglýsingu fyrir utan auðvitað óstöðvandi áhuga á viðkomandi efni.

"Decision training for athletes" heitir gripurinn og er eftir Joan Vickers. Áhugaverð út frá sjónarhóli íþróttasálfræðinnar auðvitað en kannski einnig út frá þeirri staðreynd að ákvarðanataka er partur af daglegu lífi manns. Mér leist alla vega vel á umsögnina um hana og bíð því spenntur eftir að hún skili sér í hús til manns.

Er svo ennþá að velta fyrir mér einni stórri, búinn að vera að því reyndar í ein tvö ár. Fín bók um mannslíkamann, stórar og góðar myndir en kostar líka sitt. Sjáum hvað setur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd:  Valgerður Sigurðardóttir

Ég er nýbúin að fá 2 kiljur og á von á öðrum pakka

Valgerður Sigurðardóttir, 6.9.2007 kl. 15:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband