Merkasti Íslendingurinn

Einhverra hluta vegna var ég að velta því fyrir mér í svefnleysi einnar næturinnar hver hefði eiginlega verið merkasti Íslendingurinn sem lifað hefði um dagana.

Í raun og veru flugu mér ekki mörg nöfn í hug og þótt tiltölulega langur tími færi í að reyna að útkljá þetta hugðarefni þá var einn sem stóð nokkuð vel umfram aðra.

Merkasti Íslendingurinn fram til dagsins í dag hefur mér fundist vera Þorgeir Ljósvetningagoði hvað svo sem öðrum finnst um það.

Einn nær nútímanum komst næst honum en ég var ekki að leita að þeim sem vermdi annað sætið svo ég læt hans ógetið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Persónur úr Íslendingasögunum er auðvitað margar merkar en erfitt að meta hvað er satt og logið í þeim efnum. Einar Ben væri ofarlega á blaði hjá mér

Gunnar Th. Gunnarsson, 31.8.2007 kl. 02:39

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það er örugglega erfitt að setja menn á einhvern mælingarskala. Það er svo misjafnt sem menn leita eftir í fari annara. Það er ef til vill skúringarkona á austfjörðum sem er merkust, þó aldrei hafi neinn vitað af því.  Eins og skáldið sagði; Sumir gera allt í felum. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 31.8.2007 kl. 09:19

3 Smámynd: Hallgrímur Óli Helgason

mér dettur í hug Jón

Hallgrímur Óli Helgason, 31.8.2007 kl. 17:52

4 Smámynd: Hallgrímur Óli Helgason

mér dettur í hug Jón Sigurðsson forseti

Hallgrímur Óli Helgason, 31.8.2007 kl. 17:53

5 Smámynd: Sigríður Gunnarsdóttir

Þetta er skemmtilegir þankar hjá þér og ég veðja að þú hafir sett Jónas frá Hriflu í annað sæti.

Sigríður Gunnarsdóttir, 31.8.2007 kl. 22:22

6 Smámynd: Guðmundur Ragnar Björnsson

Ég ætla að tilnefna Árna Magnússon

Guðmundur Ragnar Björnsson, 1.9.2007 kl. 11:59

7 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þorgeir var flottur, en Einar Ben er í uppáhaldi hjá mér.

Ásdís Sigurðardóttir, 1.9.2007 kl. 18:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband