24.8.2007 | 00:17
Málarinn Salbjörg
Seinustu tvö kvöld höfum við Salbjörg verið upptekin við að smíða dótakassa fyrir útileikföngin hennar og Eyhildar. Ákaflega spennandi verkefni fannst þeirri stuttu og ekki fannst henni það amalegt að fá svo að mála kassann í lok verks. Hún fékk auðvitað að velja nokkra liti sjálf og síðan hvaða hlið kassans fengi hvaða lit. Málningarvinnan var eingöngu á hennar herðum og útkoman svona nokkuð skrautleg svo ekki sé meira sagt.
Hún var ekkert smá ánægð með afraksturinn og var með það alveg á hreinu að nú ætlaði hún sko að taka til dótið sitt sem væri úti. Það væri ekki hægt að hafa það úti um allt þegar svona góður kassi væri fyrir hendi til að geyma það í.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þú ert greinilega góður pabbi. Gefur börnum þínum tíma og leiðsögn. Hvað er betra? Hafið það gott í dalnum fagra. Kveðja norður
Ásdís Sigurðardóttir, 24.8.2007 kl. 09:58
Þetta er virkilega flott hjá henni Salbjörgu minni ;o) og pabbinn stóð sig einnig vel.
Kveðja í kotið
Birna
Birna í neðra (IP-tala skráð) 28.8.2007 kl. 21:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.