Æfingin skapar meistarann

Gærkvöldinu eyddi ég í ákaflega góða slökkviliðsæfingu en hingað komu menn frá Eldstoðum til úttektar á slökkviliði Þingeyjarsveitar. Fengum smá umfjöllun um eldvarnir og eldvarnareftirlit ásamt því að fara í "gámana". Annar þessara gáma er reykgámur þar sem leitað er en hinn er skriðgámur þar sem smágert völundarhús er fyrir mann til að fara í gegnum, í myrkri auðvitað og í fullum reykköfunarskrúða.

Það borgar sig að fara reglulega yfir þessa hluti en samt sem áður er maður að æfa fyrir það sem maður vill eiginlega aldrei standa í. En það er samt alltaf eitthvað um útköll því miður. Nóg um það, æfingarnar eru skemmtilegar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ertu slökkvari gamli minn?  fáum við ekki mynd af þér í fullum skrúða.??

Ásdís Sigurðardóttir, 20.6.2007 kl. 22:23

2 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Þetta hlýtur að vera erfitt starf.

Kristín Katla Árnadóttir, 21.6.2007 kl. 10:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband