17.6.2007 | 23:25
Góður sigur
Mjög góður sigur í markaleik þar sem spilamennskan bauð uppá lítið annað en að vera sáttur með úrslitin. Markafjöldi segir auðvitað nokkuð um varnarleik og svokallaða tæknifeila í sókn en það sem máli skiptir er náttúrulega úrslitin þegar upp er staðið. Til hamingju með það.
Þá hefur þjóðin eina sex mánuði til að byggja upp óraunhæfar væntingar enn einu sinni fyrir þátttöku í stórmóti.
En samt gaman að þessu öllu saman.
Ísland sigraði Serbíu 42:40 og er komið á EM | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það er svo týpískt fyrir okkar landslið að gera þetta nógu dramatískt. Við unnum Svía í sömu útsláttarkeppni. En satt best að segja þá var vörnin ömurleg og markvarslan skrítin.
Það var vissulega gaman að þessum leik vegna spennunar.
En einhvern vegin finnst mér að landsliðið okkar hafi ekki nægilega mikið hungur til að vinna.
Kristján Hlöðverssin (IP-tala skráð) 18.6.2007 kl. 00:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.