Blað dagsins

Stórt, mikið og ítarlegt viðtal er við Steinunni Valdísi fyrrverandi borgarstjóra og bráðum fyrrverandi borgarfulltrúa. Mikið páss lagt undir það viðtal og var það alveg þokkalegt aflestrar og farið vítt og breitt í því.

Nú svo voru staksteinar undirlagðir í hrós Kristjáni Möller til handa aukinheldur að bera af Morgunblaðinu draugagang. Heldur klénir að þessu sinni eins og svo sem oft þeir eru blessaðir.

Þá var og leitað viðbragða forsvarsmanna nemendafélaga háskólanna fjögurra, sem voru í umræðu vikunnar vegna úttektar ríkisendurskoðunar á starfi þeirra. "Hverjum þykir sinn fugl fagur" var yfirskrift þeirrar fréttar og átti svo sem vel við.

Fróðlegt aflestrar var svo viðtalið við Ellýu Katrínu Guðmundsdóttur, nýjan forstjóra umhverfisstofnunar. Lífshlaup var það titlað.

En merkilegast af öllu efni Moggans í dag fannst mér vera viðtal Hallgríms Helga Helgasonar við Daniel Tammet og hvet ég alla til að gefa sér tíma í að lesa það bæði vel og vandlega. Með viðtalinu er síðan eins konar fylgiviðtal við Ólaf Stefánsson, handknattleikskappa en hann heldur inngangserindi að fyrirlestri Daniels um einhverfu og líf með henni í HR þann 21.júní næstkomandi. Ég kolféll fyrir þessari viðtalstvennu.

Rúsínan í pylsuendanum eru svo grænu viðtölin, meðal annars við Gísla Martein borgarfulltrúa meðal  annars þar sem hann segir að "Reykjavík má aldrei verða bílaborg". Gleymdi einhver að segja honum að borgin er bílaborg.

Það held ég.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Einmitt, Bílaborgin Reykjavík, ein af þeim verri. Skrýtið að vita það ekki.

Ásdís Sigurðardóttir, 17.6.2007 kl. 21:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband