Íþróttafrétt dagsins

Nú hefur dregið til þeirra tíðinda hér á norðaustur horni landsins að héraðssamböndum innan UMFÍ hefur fækkað um eitt. Laugardaginn 9. júní síðastliðinn voru Héraðssamband Suður-Þingeyinga (HSÞ) og Ungmennasamband Norður-Þingeyinga (UNÞ) sameinuð í eitt hérðassamband og ber það nafnið Hérðassamband Þingeyinga (HSÞ) eftir sameininguna.

Þessar fréttir hafa farið frekar lágt finnst mér en þó er hægt að lesa um þetta á vef UMFÍ ( http://umfi.is/umfi/veftre/frettir/?cat_id=11857&ew_0_a_id=283563 ) sem og vef HSÞ ( http://hsth.is/?page=frettir&view=nanar&id=323 ).

Hið nýja héraðssamband nær yfir mjög stórt landsvæði en maður á eftir að sjá hvernig starfsemi þess verður hagað miðað við það.

Meira síðar um þetta.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta kalla ég áhugaverð tíðindi. Ekki að þau komi á óvart þar sem þessi hugmynd var rædd á ársþingi HSÞ 2006, en eins og þú tókst fram hversu lágt þessi frétt hefur farið. Má kalla þetta kjörið tækifæri til að koma héraðsamböndunum tveimur í fjölmiðla.

Vilhjálmur Ingi Vilhjálmsson (IP-tala skráð) 17.6.2007 kl. 14:58

2 Smámynd: Rúnar Birgir Gíslason

Ég sá þessa frétt á einhverjum merkum miðli ekki fyrir löngu, er næstum viss um að það var á mbl.is, mynd af Arnóri Ben að halda ræðu og upptalning á stjórnarmönnum nýja sambandsins.

En er þetta ekki eðlileg þróun nú þegar Húsavík nær til Raufarhafnar?

Rúnar Birgir Gíslason, 17.6.2007 kl. 15:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband